-
Innskráningin
Notast er við sama aðgang og notaður er til að tengjast Bændatorgi (Huppu). Athugið að lykilorðið að Bændatorgi þarf að innihalda 6 stafi svo það gangi að Fang kerfinu. Notendur sem eru með styttri lykilorð þurfa því að uppfæra þau í amk 6 stafi.
2. Stillingar
Eftir að notendur eru innskráðir er gott að velja strikin þrjú efst til vinstri og fara þar í stillingar (settings) og breyta tungumálinu úr ensku yfir í Íslensku
3. Búa til pöntun
Smellt er á strikin þrjú efst til vinstri og þar er farið í „Ný pöntun“. Þá þarf að byrja á því að velja bú.
Því næst opnast gripalistinn, en þarf að velja viðkomandi grip.
Þegar gripur hefur verið valinn þarf næst að velja þjónustu sem panta skal. Neðst á bláu stikunni eru tveir takkar „bæta við sæðingu“ og „bæta við fangskoðun“.
4. Pöntun lokið
Hér er dæmi um tilbúna pöntun. Eftir að frjótæknar hafa raðað niður pöntunum dagsins, fær bóndinn meldingu um áætlaðan komutíma.